Karellen
news

Dagur leikskólans

07. 02. 2022

Í gær 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn í 15. skipti. Markmiðið með deginum er, m.a. að kynna starfsemina, vekja athygli á skólastiginu og skapa jákvæða umræðu um leikskólastarfið.

Í tilefni dagsins gerðu nemendur myndir í síðustu viku eftir eigin áhugasviði, þær prýða nú glugga leikskólans og fataklefa ásamt setningum frá börnunum um hvað væri skemmtilegast að gera í leikskólanum.


© 2016 - 2023 Karellen