Karellen

Mati á skólastarfi er skipt í innra og ytra mat.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í leikskólum er samkvæmt lögum um leikskóla að:

a. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra,

b. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla,

c. auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum,

d. tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.

Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skólaþróun með virkri þátttöku starfsmanna, barna og foreldra eftir því sem við á.

Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum. Sjá nánar Lög um leikskóla; VII. kafli;Mat og eftirlit með gæðum leikskólastarfs.

Það er metnaðarmál leikskólans að allir þættir innra mats taki mið af skýrum gæðaviðmiðum gildandi menntastefnu hverju sinni sem og skólastefnu sveitarfélagsins. Innra mat er samofið öllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu skólastarfi skólans. Starfsfólk, nemendur, foreldrar og fræðsluyfirvöld eru meðvitaðir um með hvaða hætti skólastarfið miðar stöðugt að því að uppfylla gæðaviðmið um leikskólastarfið. Markmið innra mats er að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrá. Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skólaþróun.

Stefna skólans birtist í skólanámskrá sem vert er að kynna sér hér á heimasíðu leikskólans. Í vor byrjaði skólinn að innleiða gæðaviðmið um leikskólastarf sem má kynna sér hér. Gæðaviðmið eru eins konar uppskrift af góðu leikskólastarfi sem hver skóli gerir að sínum. Gæðaviðmiðin eru svo útfærð með gátlistum sem ráðgjafi útbýr í flokkunum stjórnun, uppeldis- og menntastarf, leikskólabragur, foreldrasamstarf og innra mat.

Kerfisbundið eru gæðaviðmiðin innleidd með því að þræða þau í gegnum allt starfið, nota m.a. kannanir, rýni á fundum og margt fleira til þess að staðsetja skólann gagnvart þeim viðmiðum sem lagt er upp með í leikskólastarfi á Íslandi og birtist í skólastefnu Grundarfjarðarbæjar og í skólanámskrá leikskólans. Vinna við innleiðingu gæðaviðmiða hófst skólaárið 2021-2022.

Gæðaviðmið um stjórnun

Gæðaviðmið um uppeldis- og menntastarf

Gæðaviðmið um leikskólabrag

Gæðaviðmið um foreldrasamstarf

Gæðaviðmið um innra mat

Gæðaviðmiðin verða innleidd á næstu árum.

Innra mat skólans er skipulagt í langtíma- og ársáætlun sem gildir frá 2022 til 2026 og fyrir hvert skólaár þ.e. hvað verður metið það skólaárið.

Gæðaráð (matsteymi) skólaárið 2022-2023

Fundar að jafnaði einu sinni í mánuði.

Teymið skipa:

xxxxxx

Skýrsla innra mats vor 2023

Í júní ár hvert leikskólinn grein fyrir niðurstöðum mats skólaársins í skýrslu um innra mat þar sem settir eru fram styrkleikar og tækifæri til umbóta með tímasettri umbótaáætlun.

x

Starfsmannakannanir

x

Foreldrakannanir

x

© 2016 - 2023 Karellen